Fréttir

Kristófer Tjörvi valinn í afrekshóp GSÍ 2017

  28.02.2017

Nýráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Jussi Pitkanen hefur valið hóp íslenskra kylfinga til að taka þátt í afreksstarfi sambandsins árið 2017. Eyjapeyinn Kristófer Tjörvi Einarsson er einn af fjórtán kylfingum sem valdir voru í svokallaðan hæfileikahóp og mun hann stunda stífar undir handleiðslu landsliðsþjálfara á árinu. Við óskum Kristófer til hamingju með árangurinn.

Kristófer Tjörvi valinn í afrekshóp GSÍ 2017

  28.02.2017

Nýráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Jussi Pitkanen hefur valið hóp íslenskra kylfinga til að taka þátt í afreksstarfi sambandsins árið 2017. Eyjapeyinn Kristófer Tjörvi Einarsson er einn af fjórtán kylfingum sem valdir voru í svokallaðan hæfileikahóp og mun hann stunda stífar undir handleiðslu landsliðsþjálfara á árinu. Við óskum Kristóferi til hamingju með árangurinn.

Samstarf GV og Vestmannaeyjabæjar varðandi frístundastyrk barna

  21.02.2017

Golfklúbbur Vestmannaeyja tekur þátt í verkefninu um frístundastyrk með Vestmannaeyjabæ. Í verkefninu felst að börn á aldrinum 6-16 ára geta nýtt sér 25.000 kr. styrk frá Vestmannaeyjabæ til greiðslu á árgjaldi og/eða námskeiðsgjöldum hjá golfklúbbnum. Þetta ætti að koma sér vel fyrir foreldra þegar þeir greiða þátttökugjöld barna til golfklúbbsins en þess má geta að félagsaðild fyrir börn er 25.000 kr. á ári og í því felst fullur aðgangur að golfvellinum og á skipulegar golfæfingar allt árið.

Eldri Fréttir