Fréttir

Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

  13.06.2018

Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
Dregið verður þann 25. júní n.k.
Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

  30.05.2018

Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

Golfhermirinn kominn í gagnið

  20.11.2017

Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

Opin vika fyrir börn og unglinga í Eyjum

  22.05.2017

Golfklúbbur Vestmannaeyja ætlar að bjóða öllum börnum á grunnskólaaldri á æfingar í fyrstu viku sumarstarfsins. Opnu æfingarnar verða 6. júní, 7. júní og 8. júní. Við munum kynna íþróttina fyrir þeim sem vilja ásamt því að vera með leiki og þrautir sem tengjast golfi. Strax í kjölfarið hefjast svo hefðbundnar æfingar og golfmót sem verða fyrir alla aldurshópa barna og unglinga í sumar. Nánari tímasetningar á æfingum í opnu vikunni munu verað aðgengilegar hér á vefsíðunni og á facebook síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja.

Vinnudagur á vellinum!

  29.04.2017

Mánudaginn 1. maí verður vinnudagur á golfellinum. Byrjað verður kl. 09.30 og stefnt að því að vinna fram í hádegi. Mæting í golfskála kl. 09.30 og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Golfvöllur er lokaður á vinnudegi.

Golfævintýri í Vestmannaeyjum

  26.04.2017

Golfklúbbur Vestmannaeyja og GSÍ hafa ákveðið að endurvekja Golfævintýrið sem naut mikilla vinsælda á árum áður. Golfævintýrið er hugsað sem golfnámskeið fyrir börn af öllu landinu og ákveðið hefur verið að halda það dagana 19. - 21. júní. Stefnt er að miklu fjöri þar sem þátttakendum verður boðið upp á golfkennslu, golfleiki, golfmót og almenna skemmtun þessa daga. Allar upplýsingar verða settar inn hér á vef GV og einnig má nálgast upplýsingar hjá Einari Gunnarssyni golfkennara GV og Elsu Valgeirsdóttir framkvæmdastjóra GV. 

Kristófer Tjörvi valinn í afrekshóp GSÍ 2017

  28.02.2017

Nýráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Jussi Pitkanen hefur valið hóp íslenskra kylfinga til að taka þátt í afreksstarfi sambandsins árið 2017. Eyjapeyinn Kristófer Tjörvi Einarsson er einn af fjórtán kylfingum sem valdir voru í svokallaðan hæfileikahóp og mun hann stunda stífar undir handleiðslu landsliðsþjálfara á árinu. Við óskum Kristófer til hamingju með árangurinn.

Samstarf GV og Vestmannaeyjabæjar varðandi frístundastyrk barna

  21.02.2017

Golfklúbbur Vestmannaeyja tekur þátt í verkefninu um frístundastyrk með Vestmannaeyjabæ. Í verkefninu felst að börn á aldrinum 6-16 ára geta nýtt sér 25.000 kr. styrk frá Vestmannaeyjabæ til greiðslu á árgjaldi og/eða námskeiðsgjöldum hjá golfklúbbnum. Þetta ætti að koma sér vel fyrir foreldra þegar þeir greiða þátttökugjöld barna til golfklúbbsins en þess má geta að félagsaðild fyrir börn er 25.000 kr. á ári og í því felst fullur aðgangur að golfvellinum og á skipulegar golfæfingar allt árið.

Halldór Ingi sigraði ÞORRAMÓT GV

  18.02.2017

Vel heppnuðu Þorramóti GV lauk síðdegis með verðlaunaafhendingu eftir skemmtilegan febrúardag á Vestmannaeyjavelli. 49 keppendur tóku þátt og skemmtu þátttakendur sér vel og líkaði vel að spila í blíðuveðri inná sumarflatir í febrúar. Sigurvegari mótsins var Halldór Ingi Hallgrímsson en hann fékk 32 punkta á 12 holur...flott skor það! Verðlaun voru einnig veitt fyrir 2. og 3. sætið en þau komu í hlut Viðars Hjálmarssonar á 27 punktum og Þóru Ólafsdóttur á 26 punktum. Öldungar GV gáfu nándarverðlaun á 2. og 12. braut og voru það þeir Bjarki Guðnason og Guðmundur Gíslason sem slógu svo glæsilega á þessum brautum að það dugði til verðlauna. Stefnt er að því að halda fleiri slík mót í vetur ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir.

ÞORRAMÓT GV

  17.02.2017

Já slík er veðurblíðan að fyrsta mót ársins verður haldið laugardaginn 18. febrúar. Leikið verður inn á sumarflatir. Mótið er 12 holur og verða allir þátttakendur ræstir út um kl. 13.00. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta á þetta sérstaka mót en febrúarmót eru sjaldgæf fyrirbæri á Íslandi. Skráning og nánari upplýsingar eru á golf.is

Mikil notkun á skýlinu

  13.02.2017

Undanfarnar vikur hafa kylfingar í Vestmannaeyjum verið duglegir að stunda æfingar í ótrúlegri veðurblíðu. Æfingahópar fullorðinna hafa gengið vel en um 70 kylfingar stunda reglulega æfingar undir handleiðslu Einars golfkennara. Það að auki æfa börn og unglingar í skýlinu og mikil aukning er í að kylfingar skreppi og taki smá æfingu. Þetta eru virkilega góð tíðindi og veit bara á gott fyrir sumarið.

Golfklúbbur Vestmannaeyja er "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ"

  07.02.2017

Í ársbyrjun fékk Golfklúbbur Vestmannaeyja viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir að endurnýja samstarf sitt um "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ". GV var eitt fyrsta íþróttafélagið í Eyjum til að fá viðukenningu um fyrirmyndarfélag en það var árið 2008. Undanfarið hefur verið lögð vinna í að endurbæta samstarfssamningin á milli GV og ÍSÍ sem endaði á endurnýjun á samstarfinu. Í tengslum við "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ" hefur Golfklúbburinn skuldbundið sig að vinna eftir svokallaðri "handbók" sem er leiðarljós starfseminnar. Handbókina má sjá hér á heimasíðunni undir flipanum "Um klúbbinn" og hvetjum við alla félagsmenn að kynna sér innihald hennar.

Endurbætur í golfskálanum

  01.02.2017

Strax að loknum aðalfundi fór af stað vinna við salinn í golfskálanum. Gólfefni voru hreinsuð af gólfum auk þess sem veitingasalan var rifin. Í kjölfarið var hafist handa við að parketleggja skálann og hefur það verk gengið ótrúlega hratt fyrir sig og á innan við viku var nýtt parket komið á skálann. Haraldur Óskarsson formaður vallarnefndar hefur stýrt verkinu og hefur hann fengið til liðs við sig félagsmenn sem hafa lagt hönd á plóg. Það verður því gaman að mæta í skálann í vor og sjá breytingarnar.

Formaður GV endurkjörinn á aðalfundi

  28.01.2017

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmanneyja fór fram í vikunni. Stjórn GV lagði fram skýrslu sína og reikninga og var það mat fundarmanna að starfsemi klúbbsins sé á góðri leið en athygli vakti hve myndarlega hefur tekist að ná skuldum klúbbsins niður. Helgi Bragason var einróma endurkjörinn formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja og engin breyting var á stjórn klúbbsins. Framundan eru spennandi tímar en í sumar mun Íslandsmótið í holukeppni fara fram á Vestmannaeyjavelli og á næsta ári verður sjálft Íslandsmótið í höggleik haldið í Eyjum.

Vestmannaeyjavöllur númer 34 yfir bestu golfvelli á Norðurlöndum samkvæmt Golf Digest í Svíþjóð

  24.01.2017

Í 7. tbl. (2016) Golf Digest í Svíþjóð eru 100 bestu golfvellir Norðurlandanna tíundaðir. Matið var unnið af golfvallahönnuðum, PGA golfkennurum, PGA kylfingum, blaðamönnum og fleiri sérfræðingum í golfíþróttinni. Vestmannaeyjavöllur lenti í 34. sæti á listanum sem er frábær kynning fyrir okkar fallega golfvöll. Fimm íslenskir golfvellir komust inn á listann og var Vestmannaeyjavöllur annar á eftir Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði sem lenti í 15. sæti. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur en kemur kannski ekki mikið á óvart þar sem ótrúlega gott orð fer af Vestmannaeyjavelli meðal gesta sem koma til Eyja í golf.

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja

  23.01.2017

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir starfsárið 2016 verður haldinn í Golfskálanum fimmtudaginn 26.janúar 2017 kl. 20:00.

Dagskrá fundarins:

1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Lögð fram fundargerð síðasta aðalfundar.
4. Lögð fram og kynnt skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar GV lagðir fram til samþykktar.
6. Lögð fram til samþykktar tillaga fráfarandi stjórnar um árgjald næsta starfsárs.
7. Kosning stjórnar
a) Kosning formanns
b) Kosning 4 mann í stjórn
c) Kosning 2 manna í varastjórn.
8. Kosning 2 endurskoðenda.
9. Önnur mál 
10. Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundarslit

Fjölskyldudagur GV

  27.08.2015

Sunnudaginn 30. ágúst verður fjölskyldudagur hjá GV. Öll börn og unglingar GV eru boðuð í lokamót Íslandsbankamótaraðrinnar en leikið er í tveimur flokkum.

 

18 holu flokkur hefur leik kl. 11.00

9 holu flokkur hefur leik kl. 14.00

Golfkennsla fyrir fjölskylduna verður kl. 15.00

Verðlaunaafhending og grill kl. 16.00

 

Á meðan börnin leika golf þá býðst foreldrum og systkinum barna í GV golfkennsla sem verður í umsjón Einars golfkennara GV.

 

Að móti loknu verður verðlaunaafhending og grill fyrir alla þátttakendur.

 

Vonandi sjáum við sem flesta!

 

Gerum okkur glaðan dag á golfvellinum! 

Meistaramót GV

  08.07.2015

Meistaramót GV hófst í dag en leikið er í sjö flokkum. Karla- og kvennaflokkarnir leika fjóra daga samtals 72 holur en öldungaflokkarnir leika þrjá daga samtals 54 holur. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með gangi mála á vefsíðunni golf.is en daglega má sjá hvernig staðan er í hverjum flokki og hvernig hverjum kylfingi hefur gengið. Endilega fylgist með þessu skemmtilega móti sem er hápunktur sumarsins hvað innanfélagsmót varðar.

SUMARSTARF BARNA HEFST Í NÆSTU VIKU!

  01.06.2015

Þann 8. júní hefst sumarstarf barna hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Starfsemin verðu fjölbreytt fyrir alla aldurshópa frá 6 ára til 18 ára. Nánari upplýsingar má finna undir flipanum BARNA- OG UNGLINGASTARF hér að ofan. Golfleikjaskóli verður starfræktur fyrir yngsta aldurhópinn, æfingar fyrir eldri hópana verða reglulega og sérstök áhersla verður lögð á STELPUGOLF. Allar nánari upplýsingar veitir Einar Gunnarsson Golfkennari GV á netfanginu gvgolfeinar@gmail.com og í síma 894-2502

PEYJARNIR STÓÐU SIG VEL Á SKAGANUM

  25.05.2015

Fjórir peyjar úr GV kepptu á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fór á Akranesi um helgina. Aðstæður voru nokkuð góðar en veðrið var á köflum mjög fínt en inn á milli gerði rok og rigningu. Daníel Ingi, Lárus Garðar, Nökkvi Snær og Kristófer Tjörvi kepptu hver í sínum flokki og stóðu sig með prýði. Kristófer Tjörvi endaði í 2. sæti í flokki drengja 14 ára og yngri....glæsilegur árangur það. Næsta mót fer fram fyrstu helgina í júní á Hellu og gera má ráð fyrir þátttöku nokkurra unglinga GV á því móti.

Nýlegar fréttir

  Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

    13.06.2018

  Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

  Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
  Dregið verður þann 25. júní n.k.
  Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
  ​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

  Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

    30.05.2018

  Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Eldri Fréttir