Fréttir

Metskráning á Volcano OPEN 2009

  06.05.2009

Fullt er í mótið og komin töluverður biðlisti, við óskum því eftir við þá  sem skráðir eru til leiks og vilja tryggja sér plássið  að þeir greiði staðfestingargjald kr. 9,000,- inn á reikning Golfklúbbs Vestmannaeyja -0582-26-2550 kt. 580169-7759 fyrir 9.maí nk.

Sími  4812363  8932363

Kveðja frá Eyjum með von um gott golfsumar.

Elsa Valgeirsdóttir  

Suðurnesjamður sigraði á fyrsta móti sumarsins.

  04.05.2009
Á laugardaginn var fór fyrsta mót sumarsins fram, CocaCola open. Aðstæður voru mjög erfiðar enda mikið rok.
 

PGA kennari hjá GV í sumar

  30.04.2009

Í sumar mun GV bjóða upp á gæða kennslu í golfi. Karl Haraldsson sem hefur verið kennari hjá klúbbnum undanfarin ár er að ljúka námi í golfkennslu og mun útskrifast sem PGA kennari í vor.

Við slógum á Kalla og spurðum hann nokkra spurninga.

Myndir frá Volcano 2008

  27.04.2009
Við erum búin að setja inn myndir frá Volcano Open 2008. Mótið í fyrra heppnaðist í alla staði frábærlega, veðrið var frábært og stemningin ekki síðri.
Þú getur farið inn á myndasafnið hér til hliðar og skoðað myndirnar.

Brautirnar slegnar!

  24.04.2009
Starfsmenn vallarins slógu brautirnar í fyrsta skipið núna í morgun. Völlurinn er í frábæru ástandi og alveg mánuði á undan áætlun eins og sjá má á þessari mynd. Nú er bara að rífa settið úr bílskúrnum og drífa sig út á völl!

GRÍNIN slegin... og það er ekkert grín!

  17.04.2009
Nú er Örlygur og hans menn byrjaðir að slá grínin. Að sögn Ölla kemur völlurinn mjög vel undan vetri, betur en 2 ár á undan. Grínin eru t.d mjög góð miðað við árstíma.

Vorið komið..

  07.04.2009
Jæja þá er komið að því. Örlygur er búin að vera á útopnu að gera völlinn klárann fyrir vorið og hefur gefið grænt ljós á að spila páskamótið á sumargrínum.

GV opnar nýja heimasíðu

  03.04.2009
GV opnaði nýja heimasíðu með það að markmiði að auðvelda upplýsingaflæði til félaga og áhugasamra aðila. Fleirri myndir og fréttir af starfseminni munu birtast á síðunni von bráðar. Það var SmartMedia sem sá um hönnun og forritun á gvgolf.is

Nýlegar fréttir

  Opin vika fyrir börn og unglinga í Eyjum

    22.05.2017

  Golfklúbbur Vestmannaeyja ætlar að bjóða öllum börnum á grunnskólaaldri á æfingar í fyrstu viku sumarstarfsins. Opnu æfingarnar verða 6. júní, 7. júní og 8. júní. Við munum kynna íþróttina fyrir þeim sem vilja ásamt því að vera með leiki og þrautir sem tengjast golfi. Strax í kjölfarið hefjast svo hefðbundnar æfingar og golfmót sem verða fyrir alla aldurshópa barna og unglinga í sumar. Nánari tímasetningar á æfingum í opnu vikunni munu verað aðgengilegar hér á vefsíðunni og á facebook síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja.

  Vinnudagur á vellinum!

    29.04.2017

  Mánudaginn 1. maí verður vinnudagur á golfellinum. Byrjað verður kl. 09.30 og stefnt að því að vinna fram í hádegi. Mæting í golfskála kl. 09.30 og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Golfvöllur er lokaður á vinnudegi.

  Golfævintýri í Vestmannaeyjum

    26.04.2017

  Golfklúbbur Vestmannaeyja og GSÍ hafa ákveðið að endurvekja Golfævintýrið sem naut mikilla vinsælda á árum áður. Golfævintýrið er hugsað sem golfnámskeið fyrir börn af öllu landinu og ákveðið hefur verið að halda það dagana 19. - 21. júní. Stefnt er að miklu fjöri þar sem þátttakendum verður boðið upp á golfkennslu, golfleiki, golfmót og almenna skemmtun þessa daga. Allar upplýsingar verða settar inn hér á vef GV og einnig má nálgast upplýsingar hjá Einari Gunnarssyni golfkennara GV og Elsu Valgeirsdóttir framkvæmdastjóra GV. 

  Eldri Fréttir