Fréttir

Golfæfingar krakka og unglinga

  26.05.2009

Nú í vikunni munu hefjast golfæfingar hjá krökkum, þetta er voræfingar síðan mun koma ný æfingtafla á næstunni og mun hún taka gildi 8. júní

 

Strákar 11-13 ára

 

Mánudagur 13:00 – 14:30

Þriðjudag    13:00 – 14:30

Fimmtudag 13:00 – 14:30

 

Strákar 9-10 ára

 

Mánudagur 14:30 – 16:00

Þriðjudag    14:30 – 16:00

Fimmtudag 14:30 – 16:00

 

Stelpur 9-13 ára

 

Mánudagur 14:30 – 16:00

Þriðjudag    14:30 – 16:00

Fimmtudag 14:30 – 16:00

 

Unglingar 14-18 ára

 

Mánudaga   16:00 – 17:30

Miðvikudaga        15:00 – 16:30

Fimmtudaga         16:00 – 17:30

Sunnudaga  17:00 – 19:00

 

Ath: Ný æfingatafla tekur gildi 8. júní

 

Nánari upplýsinar hjá Karli Haraldsyni 698-1475

STÓRMÓT um helgina.

  25.05.2009

Flugfélag Íslands og Golfklúbbur Vestmannaeyja kynna Faxamótið sem haldið verður 30. maí í Vestmannaeyjum.

Úrslit í Stöðvakeppni

  17.05.2009
Stöðvakeppnin fór fram sl. laugardag. Segja má að mótið hafi tekist frábærlega í alla staði. Völlurinn var í frábæru skapi, veðrið eins og best verður á kosið og þátttakan mjög góð.
Tæplega 90 kylfingar skráðu sig til leiks og munaði mikið um að fá 30 manna  hóp frá Álverinu í Straumsvík. Við vonum að þau hafi skemmt sér vel og notið veðurblíðunnar. Við þökkum þeim fyrir komuna og vonum að sjá þau aftur á vellinum í sumar.
 
En að mótinu sjálfu. Júlíus Hallgrímsson spilaði best allra og skilaði inn besta hring ársins, 68 högg. Glæsilegur árangur hjá Júlla og greinilegt að hann er að komast í sitt besta form.
Sigurður Bragason vann svo ferð til Kulusuk, en hann sigraði mótið með forgjöf ,66 nettó.
 
Úrslit:
 
Besta skor Júlíus Hallgrímsson  GV  68 höggum
Höggleikur með forgjöf.
1.verðlaun  Sigurður Bragason   GV   66 högg nettó
2.verðlaun  Brigir Stefánsson      GO  68 högg nettó
3,verðlaun  Bjarki Guðnason       GV   70 högg nettó 
 
Nándarverðlaun
  7.flöt   Örlygur H.Grímsson      GV                17 Cm
12.flöt   Guðmundur Guðlaungsson  GV   2,18 m
17.flöt    Magnús Þórarinsson   GV              4,53 m
 
Að lokum vill mótanefndin þakka öllum sem tók þátt og Ísfélaginu og Vinnslustöðinni fyrir þeirra framlag.
 
Mótanefnd.

Metskráning á Volcano OPEN 2009

  06.05.2009

Fullt er í mótið og komin töluverður biðlisti, við óskum því eftir við þá  sem skráðir eru til leiks og vilja tryggja sér plássið  að þeir greiði staðfestingargjald kr. 9,000,- inn á reikning Golfklúbbs Vestmannaeyja -0582-26-2550 kt. 580169-7759 fyrir 9.maí nk.

Sími  4812363  8932363

Kveðja frá Eyjum með von um gott golfsumar.

Elsa Valgeirsdóttir  

Suðurnesjamður sigraði á fyrsta móti sumarsins.

  04.05.2009
Á laugardaginn var fór fyrsta mót sumarsins fram, CocaCola open. Aðstæður voru mjög erfiðar enda mikið rok.
 

PGA kennari hjá GV í sumar

  30.04.2009

Í sumar mun GV bjóða upp á gæða kennslu í golfi. Karl Haraldsson sem hefur verið kennari hjá klúbbnum undanfarin ár er að ljúka námi í golfkennslu og mun útskrifast sem PGA kennari í vor.

Við slógum á Kalla og spurðum hann nokkra spurninga.

Myndir frá Volcano 2008

  27.04.2009
Við erum búin að setja inn myndir frá Volcano Open 2008. Mótið í fyrra heppnaðist í alla staði frábærlega, veðrið var frábært og stemningin ekki síðri.
Þú getur farið inn á myndasafnið hér til hliðar og skoðað myndirnar.

Brautirnar slegnar!

  24.04.2009
Starfsmenn vallarins slógu brautirnar í fyrsta skipið núna í morgun. Völlurinn er í frábæru ástandi og alveg mánuði á undan áætlun eins og sjá má á þessari mynd. Nú er bara að rífa settið úr bílskúrnum og drífa sig út á völl!

GRÍNIN slegin... og það er ekkert grín!

  17.04.2009
Nú er Örlygur og hans menn byrjaðir að slá grínin. Að sögn Ölla kemur völlurinn mjög vel undan vetri, betur en 2 ár á undan. Grínin eru t.d mjög góð miðað við árstíma.

Vorið komið..

  07.04.2009
Jæja þá er komið að því. Örlygur er búin að vera á útopnu að gera völlinn klárann fyrir vorið og hefur gefið grænt ljós á að spila páskamótið á sumargrínum.

GV opnar nýja heimasíðu

  03.04.2009
GV opnaði nýja heimasíðu með það að markmiði að auðvelda upplýsingaflæði til félaga og áhugasamra aðila. Fleirri myndir og fréttir af starfseminni munu birtast á síðunni von bráðar. Það var SmartMedia sem sá um hönnun og forritun á gvgolf.is

Nýlegar fréttir

  Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

    13.06.2018

  Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

  Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
  Dregið verður þann 25. júní n.k.
  Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
  ​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

  Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

    30.05.2018

  Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Eldri Fréttir