Fréttir

BYRJENDANÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST

  22.05.2015

Mánudaginn 25. maí hefst námskeið sem sniðið er að þeim sem eru að byrja að stunda golf. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru byrjendur í GV sem og þeim sem eru ekki skráðir í golfklúbb. Námskeiðsdagar eru 25. maí, 27. maí og 1. júní. Allar nánari upplýsingar undir flipanum "Golfkennsla".

GOLFLEIKJASKÓLI GV

  21.05.2015

Fyrsta golfnámskeið sumarsins fyrir börn verður haldið 8. júní til 18. júní. Alls verða þrjú tveggja vikna námskeið haldin í sumar. Allar nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfkennsla"

Innheimta árgjalda fyrir árið 2015

  03.02.2015

Nú er komið að innheimtu árgjalda fyrir árið 2015, sendir verða út tveir greiðsluseðlar til þeirra félaga sem greitt hafa með greiðsluseðlum. Greiðsluseðlana þarf að greiða í gengum banka eða sparisjóð.

 

Bændaglíma GV færð til 27. sept nk.

  09.09.2014
Fyrirtækjakeppni  GV  hefur verðið færð til 20.sept  og Bændaglíma til  27.sept

Fyrirtækjakeppni GV verður haldin laugardaginn 20.seot nk

  09.09.2014
 Keppnisfyrirkomulag:  Texas scramble með forgjöf. Tveir saman í liði fyrir hvert fyrirtæki, samanlögð forgjöf deilt með 3. Lið fær ekki hærri samanlagða forgjöf en forgjöf lægri spolarans er.
Hámarksforgjöf veitt í mótinu er  hjá konum  28  og körlum  24.
Glæsileg verðlaun m.a. frá Icelandair fyrir þrjú bestu skorin/liðin  auk nándarverðlauna á par 3 holum.
Dagskrá:
09:45 Mæting, kaffi og ráshópar kynntir.
10:00 Leikur hefst á öllum brautum.
14:30 Verðlaunaafhending, súpa og brauð.
Verð pr lið (2.keppendur)  kr.  18.000,  innifalið ofangreint, keppnisgjald og súpa.
Völlurinn í Herjólfsdal er að vanda í góðu ástandi. Fyrirhugað er að leika nýja 15.flöt í fyrsta skipti í mótinu.
Forsvarsmenn fyrirtækja boðnir velkomnir í kaffi á meðan á leik stendur.
Skráning í Golfskálanum  S 4812363 og  8932363  nánari upplýsingar veitir Elsa Valgeirsd S  8932363
 
 

Tappagötun

  28.07.2014
 

Jónsmessumót GV laugardgaginn 28.júní ath breytt dagsetning

  24.06.2014
 Jónsmessumót  GV  nk. laugardag  
18 holu Snærisleikur.  Mæting  kl.  17:30  og allir hefja leik á sama tíma kl.  18:00  í mótslok verða framreiddir grillaðir borgarar fyrir keppendur.
Verð í mót  kr.  5,000,-    Félagsmenn GV greiða  3,000,-  í mótsgjald.
aldurstakmark í mótið er að vera orðin fullra 18.ára.
Snærisleikur ( 0,5m langur spotti fyrir hvern heilann í forgjöf keppenda,  snærið má svo nota hvar sem er á vellinum, allt eftir vali keppendans.
Skráning á golf.is og í skála síma 4812363
Jónsmessunefnd GV

Sjálfboðaliðavinnudagar GV mánud. 02.júní og miðvikud 4.júní

  27.05.2014
 Mánudaginn 2. júní  og  miðvikudaginn  4.júní  frá kl. 16:00  til  kl. 19:00  ætla félagsmenn GV að hittast og klára frágang á æfingaskýli GV, tyrfa í kringum 15.flöt og ýmislegt annað sem þarf að framkvæma til þess að koma vellinum í gott stand fyrir sumarið
 
Félagsmenn mætum vel margar hendur vinna létt verk.
Stjórn GV

Félagsfundur GV verður haldinn í Golfskálanum þriðjudaginn 27.maí kl. 20:00

  25.05.2014
 Farið verður yfir  framkvæmdir á velli, mótamál, golfkennslu, golfreglur,unglingastarf  og fl

Herjólfur Powergolf mótinu hefur verið frestað, auglýst nánar síðar

  19.05.2014

1.maí árlegur vinnudagur golfara mæting kl. 09:00 kylfingar mætum vel, margar hendur vinna létt verk. Vallarnefnd GV

  29.04.2014

Öldunganefnd GV boðar til fundar föstudaginn 2.maí kl. 20:00 í golfskálanum.

  27.04.2014
 Lagðar verða fram tillögur um nýtt fyrirkomulag á þriðjudagsmótaröðinni og rætt um komandi golfsumar.

Böddabita 18 holu opið golfmót 10. maí 2014

  27.04.2014
 Styrktarmót fyrir sveit eldri kylfinga GV styrkt af Böddabita

Ársgjöld 2014

  11.02.2014
 Ágæti félagi                                                                                                   

Nú er komið að innheimtu árgjalda fyrir árið 2014,sendir verða út tveir greiðsluseðlar til þeirra félaga sem greitt hafa með greiðsluseðlum. Greiðsluseðlana þarf að greiða í gengum banka eða sparisjóð.

 

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja

  02.02.2014

Aðalfundur GV verður haldinn þriðjudaginn 4. febrúar 2014

í golfskálanum kl. 20:00

1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum GV

2. Önnur mál

Stjórn GV

Bændaglíma

  20.09.2013
 Bændaglíma GV laugardaginn 21. september

75 ára afmællismót GV

  07.09.2013
Það eru komnar myndir á myndasíðuna, sem Óskar Pétur tók á afmælismótinu.

Sveitakeppni öldunga 2013

  25.08.2013
 Sveitakeppni heldrikylfinga á Akureyri,  Myndir komnar í myndasafnið

Sveitakeppni heldri kylfinga 2013 a Jaðarsvelli

  23.08.2013
  Sveitakeppni heldrikylfinga á Akureyri, dagur tvö.

Sveitakeppni eldri kylfinga

  22.08.2013
 Sveitakeppni heldri kylfinga 1.deild á Akureyri.

Nýlegar fréttir

  Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

    13.06.2018

  Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

  Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
  Dregið verður þann 25. júní n.k.
  Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
  ​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

  Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

    30.05.2018

  Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Eldri Fréttir