Æfingaskýli GV var tekið í notkun sumarið 2014. Skýlið nýtist afar vel fyrir starfsemi GV og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Fjórir kastarar eru á skýlinu sem gera okkur kleift að slá þó skollið sé á myrkur. Yfir vetrarmánuðina fara fram skipulegar æfingar og er þá skýlið lokað fyrir almenna kylfinga.
Fastir æfingatímar eru:
Mánudagar: 13.30-14.30 og 16.00-19.15
Þriðjudagar: 16.00-19.15
Miðvikudagar: 16.00-19.15
Fimmtudagar 16.00-18.00
Seldir eru boltapeningar í skála yfir sumartímann til að nota í boltavélina. Yfir vetrarmánuðina er sala boltapeninga ekki í gangi, kylfingar geta þó notað skýlið en þeim er heimilt að tína bolta af svæðinu og slá út. Boltavélin verður gangsett í vor :-)