Æfingahópar

Í janúar, febrúar, mars og maí 2018 mun félagsmönnum GV standa til boða að stunda æfingar einu sinni í viku undir handleiðslu Einars golfkennara GV. Alls verða settar upp 10 æfingar frá janúar til mars og tvær æfingar í maí. Auk þessa verður golfreglunámskeið í maí þar sem farið verður yfir helstu grunngolfreglur. Stefnt er einnig að golfmóti fyrir þátttakendur. Þátttakendum býðst að taka þátt í golftengdri líkamsrækt einu sinni í viku í 10 vikur (óstaðfest). Verð fyrir allan pakkann er 18.000 sem greiðist Elsu framkvæmdastjóra. Allar nánari upplýsingar hjá Einari Gunn.