Barna- og unglingastarf

Golfklúbbur Vestmannaeyja leggur áherlsu á öflugt barna- og unglingastarf. Börn og unglingar geta stundað golfíþróttina allt árið með hefðbundnum sumaræfingum og einnig æfingum yfir vetrartímann.

 

Við Grunnskóla Vestmannaeyja geta unglingar í 8., 9. og 10. bekk valið golf sem valgrein en þá sækja þau æfingar á vegum klúbbsins og fá það metið inn í nám sitt.

 

Á hverju sumri er starfræktur Golfleikjaskóli fyrir 6 ára til 9 ára börn þar sem áhersla er lögð á undirstöðuatriði í golfi, hegðun og háttsemi á golfvöllum og leiki. Golfleikjaskólinn hefur verið vinsæll í mörg ár og margir núverandi kylfingar GV stigu sín fyrstu skref þar.

 

Æfingataflan yfir sumartímann þ.e frá því grunnskólum lýkur og þar til þeir byrja að hausti er þétt en börnin æfa ýmist fyrir hádegið eða um miðjan dag. Skemmtileg golfmót eru haldin á sumrin fyrir börn og unglinga GV og foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt með sínu barni.

 

Golfklúbbur Vestmannaeyja býður unglingum upp á að taka þátt í afreksstarfi en með því starfi aukast æfingar þátttakenda og mótaþátttaka bæði á heimavelli og í mótum GSÍ verður hluti af íþróttinni. Með afreksstarfinu er hugsunin að gefa unglingum kost á að líta á golf sem keppnisíþrótt á ársgrundvelli. Unglingar sem eru þátttakendur í afreksstarfi æfa golf markvisst allan ársins hring.

 

Foreldrar barna og unglinga GV taka þátt í starfinu og á hverju ári eru foreldrar valdir til að sitja í barna- og unglinganefnd ásamt formanna nefndarinnar. Nefndin sér um utanumhald starfseminnar ásamt golfkennara GV.

 

Formaður barna- og unglinganefndar er Gunnar Geir Gústafsson

Aðrir nefndarmenn eru:

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir

Hermann Ingi Long

Freyja Kristín Rúnarsdóttir

Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir

Sara Jóhannsdóttir