Golfkennsla

Einkatímar

Karl Haraldsson golfkennari GV býður upp á einkatíma. Tímasetningar eftir samkomulagi. Skráning og frekari upplýsingar í síma 698-1475 eða haraldsson.karl@gmail.com

 

Nýliðanámskeið

Skelltu þér í frábæra íþrótt!

Tveggja vikna námskeið þar sem farið verður vel í alla grunnþætti í golfinu. Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Markmið með námskeiðinu er að undirbúa kylfinga að fara út á völl og spila.

Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17-18 eða 19-20. Námskeiðið eru 6 tímar og hefst 27.maí. Verð kr. 12.000.-

Nýliðagjald Golfklúbbs Vestmannaeyja er kr. 56.000 til að gerast fullgildur meðlimur. Nýliðanámskeið dregst frá þeirri upphæð ef viðkomandi vill gerast meðlimur.

Almenn kvennanámskeið

Tveggja vikna námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti leiksins. Hentar vel þeim konum sem hafa náð undirstöðuatriðunum en vilja bæta almennt leik sinn.

Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18-19 eða 20-21. Námskeiðið eru 6 tímar og hefst 27.maí. Verð kr. 12.000.-

 

-GOLF ER ÍÞRÓTT FYRIR ALLA-