Hlutverk unglinganefndar

Stafandi er unglinganefnd sem jafnfram gegnir starfi foreldraráðs fyrir iðkendur 18 ára og yngri

 

Hlutverk unglinganefndar/foreldraráðs er að auka hlutdeild ungs fólks í leiðtogastörfum innan klúbbsins og gæta hagsmuna ungs fólks með ferskum hugmyndum. Vinna að æfinga- og afreksmálum unglinga, taka þátt í stefnumótun starfsseminnar og sjá til þess að þjónustan standist kröfur um gæði, sé samkeppnishæf og starfsemin fari fram í samræmi við stefnu GV í barna og unglingastarfi og stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um barna og unglingaíþróttir. Unglinga/foreldraráð sér um mótahald barna og unglinga hjá GV.

 

Sem foreldraráð klúbbsins skal unglinganefndin tryggja að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað unglinga innan klúbbsins. Unglinganefnd  skal gera fjárhagsáætlun vegna starfa sinna og vinna samviksusamlega eftir henni.