Keppni

Keppni barna og unglinga á mótum á vegum GV skulu fylgja eftirfarandi áætlun:

 

a)  11 ára og yngri

 

Í þessum aldurflokki á keppni ekki að vera markmið.

Þau fá þó tækifæri til að auka getu sína og færni með þátttöku í golf- leikjum, þrautum og mótum, sem sérstaklega eru sett upp með þeim hætti að allir geti tekið þátt óháð færni eða getu.

 

b) 12-13ára

Lögð er áhersla á að allir fái að vera með í leik og keppni.  Börnin keppa á skipulögðum golfmótum, golfleikjum og þautum, þar sem sérstök áhersla er lögð á að allir geti verið með óháð getu.

 

 

c) 14-15 ára

Keppni skal fara fram á félagsmótum sem og á héraðs- landshluta- og landsvísu.

 

 

d) 16-18 ára

Áherslu skal miða við fyrri aldursskeið í keppni milli einstaklinga.