Markmið þjálfunar og keppni

Íþróttaþátttaka barna í Eyjum er mikil, enda aðstaða að flestu leiti góð og stuðningur bæjaryfirvalda við barna-og unglingastarf íþróttafélöganna með ágætum. Stuttar vegalengdir milli æfingsvæða auka möguleika barna til fjölbreyttrar íþróttaiðkunnar.  GV rekur 18 holu völl og er aðeins með rúmlega 400 félagsmenn þannig að yngri iðkendur hafa tækifæri til að  spila golf á aðalvellinum flesta daga sumarsins og það notfæra mörg þeirra sér óspart.

 

 

4.1  Markmið

 

Börn 6-12 ára

                   Að kynna íþróttina og veita ungum börnum skemmtun, félagskap í skemmtilegum leik, sem veitir alhliða        líkamsþjálfun, eikur einbeitni og sjálfsaga, sem verður þeim gott veganesti  á lífsleiðinni og gefur aukinn        félagslegan þroska þeirra.

      Að kenna undirstöðuatriði í íþróttinni og kynna þá skipulagshugsun sem að baki íþróttinni býr.

      Að rækta með iðkendum skilning á þætti hvers og eins í sameiginlegri tilraun til að ná árangri.

      Að fystu kynni af íþóttinni verði jákvæð svo að íþróttaáhugi skapist fyrir lífstíð.

      Að hafa leik og gleði í fyrirrúmi og ná til sem flestra barna.

 

 

Unglingar

                   Að auka færni iðkenda í íþróttinni,dýpka skilning þeirra á nauðsylegu skipulagi og efla þrótt og þrek með                  alhliða líkamsþjálfun og auka félagslegan þroska á æfingum, í keppni og félagsstarfi. Og undirbúa                             iðkendur undir þátttöku í keppnis-og afreksþjálfun.

      Að stuðla að forvörnum gegn vímuefnanotkun með því að bjóða upp á heilbrigðar tómstundir.

Að stuðla að því að fjöldi iðkenda í hverjum aldursflokki haldist sem mestur og leitast við að sporna við         brottfalli unglinga frá íþróttaþátttöku.

 

 

Almennir iðkendur eldri en 18 ára

      Að stuðla að bættum árangri fullorðinna iðkenda með æfingum, leik og keppni í góðum félagsskap.

 

 

Keppnis-afreksfólk

      Að byggja upp keppnis- og afreksfólk úr eigin röðum og stefna að því að eiga afrekskylfinga á öllum aldri.