Nýliðanámskeið

Skelltu þér í frábæra íþrótt!

Á hverju vori heldur Golfklúbbur Vestmannaeyja námskeið fyrir byrjendur og nýliða. Námskeiðin eru þrjú skipti þar sem farið er í grunnþætti golfleiksins. Þátttakendum býðst að fara á framhaldsnámskeið í kjölfarið og ef viðkomandi skráir sig í klúbbinn í kjölfarið fær hann/hún námskeiðsgjaldið frádregið frá nýliðagjaldi.

Frábært tilboð!

Vornámskeiðin verða auglýst hér og á fb síðu GV í apríl/maí.

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við Einar golfkennara í síma 894-2502

 

-GOLF ER ÍÞRÓTT FYRIR ALLA-