Þjálfarar - Leiðbeinendur

Einar Gunnarsson er yfirgolfkennari Golfklúbbs Vestmannaeyja. Einar útskrifaðist úr PGA Golfskólanum árið 2009 og hefur verið í golfkennslu allar götur síðan. Einar er einnig menntaður stærðfræðikennari og hefur 13 ára kennslureynslu í grunnskóla og 4 ára kennslureynslu í framhaldsskóla. Einar sér um alla skipulagningu golfkennslu barna og unglinga hjá GV ásamt því að leiðbeina þátttakendum á námskeiðum og æfingum.

 

Karl Haraldsson er PGA golfkennari og fyrrverandi unglingalandsliðskylfingur. Karl er uppalinn Eyjamaður og hefur verið virkur kylfingur Golfklúbbs Vestmannaeyja allt frá barnsaldri. Karl er Einari innan handar í allri skipulagningu á starfi barna- og unglinga GV.