Tilgangur og framtíðarsýn

Tilgangur barna og unglingastarfs GV er að veita börnum og unglingum Vestmannaeyjabæjar eins góða aðstöðu og kostur er hverju sinni til golfiðkunnar og aðgengi að hæfum þjálfurum, sem mun hjálpa klúbbnum að eignast afreksfólk í íþróttinni til framtíðar. GV leggur ríka áherslu  á að starfið standi traustum fótum hvað varðar aðstöðu, iðkendur, árangur og fjárhagslegt sjálfstæði.

 

Lögð er áhersla á að stuðla að heilbrigðu íþrótta-og uppeldisstarfi sem skilar sér í bættum félsgsþroska og að börn og unglingar GV skynji að þar ríki andrúmsloft, samheldni og leikgleði og að þau njóti þess að vera saman, æfa og keppa undir merkjum klúbbsins. Unglinganefnd beitir sér fyrir því að öll börn í Eyjum geti tekið þátt í starfinu óháð efnahag og eða líkamlegri getu.