Tappagötun

 
Þessi vika verður nýtt í tappagötun og söndun á flötum vallarins eins og síðustu ár. Þessi tími er sérstaklega góður til að ráðast í þessar aðgerðir þar sem grasið er í miklum vexti og flatirnar ættu því að vera fljótar að jafna sig. Eins fá þær ágætis hvíld frá mótahaldi fram yfir Þjóðhátíð. Við verðum á fyrri 9 í dag og ættu aðgerðirnar að klárast að mestu leiti á morgun. Kylfingar mega því eiga von á einhverjum óþægindum vegna þessa og biðjum við þá að taka tillit til starfsmanna.

Vallarstjóri