Fréttir

Innheimta árgjalda fyrir árið 2015

  03.02.2015

Nú er komið að innheimtu árgjalda fyrir árið 2015, sendir verða út tveir greiðsluseðlar til þeirra félaga sem greitt hafa með greiðsluseðlum. Greiðsluseðlana þarf að greiða í gengum banka eða sparisjóð.

 
Félagsmenn sem staðgreiða árgjaldið fyrir 16.feb nk fá 5% staðgreiðsluafslátt af árgjaldinu, ekki skápagjaldi. þeim sem ætla að nýta sér 5% staðgreiðsluafsláttinn er  bent á að leggja inn á reikning GV 582-26-2550 kt: 580169-7759 eða hafa samband við skrifstofu.

 

Greiðsluseðlarnir verða með gjalddögum 09. mars og 09. apríl, eindagar verða 16.mars og 16.apríl. Gjald fyrir hvorn greiðsluseðil er kr.300,-

 

Félagsmönnum stendur til boða að setja gjaldið á boðgreiðslur, VISA ,EURO eða AMEX og geta dreift greiðslum í allt að 10 jafna hluta frá og með 1. mars. 3 % þóknun er af kortaviðskiptum en 5% af AMEX.

 

Henti ofangreint greiðslufyrirkomulag ekki bendum við viðkomandi á að hafa samband. Skrifstofan er opin vikra daga frá kl. 14,00-16,00 yfir vetrartímann,   S: 4812363, gsm 8932363 ,netfang golf@eyjar.is

 

Eftir 1.maí hafa þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið eða samið um greiðslur á því, ekki keppnisrétt á golfmótum né rétt til þess að spila á velli GV án greiðslu vallargjalds.

Árgjald viðkomandi er samt sem áður ógreitt og verður sett í frekari innheimtu.

 

Samkvæmt 5.grein laga GV er úrsögn úr klúbbnum bundin við áramót og skal berast skriflega fyrir lok desember.

 

Við viljum bend félagsmönnum á að sum fyrirtæki og stéttarfélög taka þátt í (veita styrk) í kostnaði félagsmanna, starfsmanna sinna vegna þátttöku í heilsurækt og eða íþróttastarfsemi.

 

Félagstjöld 2015 samþykkt á aðalfundi GV

18 ára og eldir kr 66,500,- Öldungar 70 ára kr. 33,250,-

Hjónagjald kr 119,700,- Nýliðagjald kr. 40,000,-

Nýliðagjald 2.ár  42,000,- Börn og unglingar kr. 25,000-

Skápagjald kr. 10,000,-

Gjald fyrir rafmangskerrur kr. 15,000,-

 

Félagsmenn í fullu námi lánshæfur hjá LÍN  geta sótt um lækkun á árgjaldi og greiða 37.000,-

 

Þeir félagsmenn sem ekki eru á póstlista eða hafa fengið sér nýtt póstfang eru beðnir um að senda sitt póstfang á golf@eyjar.is

 

Allar frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri á skrifstofutíma milli kl. 14,00-16,00 virka daga og eða í síma 8932363

 

Með kveðju

f.h.stjórnar GV

Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri

Recent Posts

  Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

    13.06.2018

  Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

  Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
  Dregið verður þann 25. júní n.k.
  Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
  ​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

  Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

    30.05.2018

  Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Eldri Fréttir