BYRJENDANÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST

Mánudaginn 25. maí hefst námskeið sem sniðið er að þeim sem eru að byrja að stunda golf. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru byrjendur í GV sem og þeim sem eru ekki skráðir í golfklúbb. Námskeiðsdagar eru 25. maí, 27. maí og 1. júní. Allar nánari upplýsingar undir flipanum "Golfkennsla".