PEYJARNIR STÓÐU SIG VEL Á SKAGANUM

Fjórir peyjar úr GV kepptu á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fór á Akranesi um helgina. Aðstæður voru nokkuð góðar en veðrið var á köflum mjög fínt en inn á milli gerði rok og rigningu. Daníel Ingi, Lárus Garðar, Nökkvi Snær og Kristófer Tjörvi kepptu hver í sínum flokki og stóðu sig með prýði. Kristófer Tjörvi endaði í 2. sæti í flokki drengja 14 ára og yngri....glæsilegur árangur það. Næsta mót fer fram fyrstu helgina í júní á Hellu og gera má ráð fyrir þátttöku nokkurra unglinga GV á því móti.