Fréttir

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja

  23.01.2017

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir starfsárið 2016 verður haldinn í Golfskálanum fimmtudaginn 26.janúar 2017 kl. 20:00.

Dagskrá fundarins:

1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Lögð fram fundargerð síðasta aðalfundar.
4. Lögð fram og kynnt skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar GV lagðir fram til samþykktar.
6. Lögð fram til samþykktar tillaga fráfarandi stjórnar um árgjald næsta starfsárs.
7. Kosning stjórnar
a) Kosning formanns
b) Kosning 4 mann í stjórn
c) Kosning 2 manna í varastjórn.
8. Kosning 2 endurskoðenda.
9. Önnur mál 
10. Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundarslit

Recent Posts

  Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

    13.06.2018

  Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

  Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
  Dregið verður þann 25. júní n.k.
  Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
  ​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

  Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

    30.05.2018

  Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Eldri Fréttir