Fréttir

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja

  23.01.2017

Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir starfsárið 2016 verður haldinn í Golfskálanum fimmtudaginn 26.janúar 2017 kl. 20:00.

Dagskrá fundarins:

1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Lögð fram fundargerð síðasta aðalfundar.
4. Lögð fram og kynnt skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar GV lagðir fram til samþykktar.
6. Lögð fram til samþykktar tillaga fráfarandi stjórnar um árgjald næsta starfsárs.
7. Kosning stjórnar
a) Kosning formanns
b) Kosning 4 mann í stjórn
c) Kosning 2 manna í varastjórn.
8. Kosning 2 endurskoðenda.
9. Önnur mál 
10. Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundarslit

Recent Posts

  Opin vika fyrir börn og unglinga í Eyjum

    22.05.2017

  Golfklúbbur Vestmannaeyja ætlar að bjóða öllum börnum á grunnskólaaldri á æfingar í fyrstu viku sumarstarfsins. Opnu æfingarnar verða 6. júní, 7. júní og 8. júní. Við munum kynna íþróttina fyrir þeim sem vilja ásamt því að vera með leiki og þrautir sem tengjast golfi. Strax í kjölfarið hefjast svo hefðbundnar æfingar og golfmót sem verða fyrir alla aldurshópa barna og unglinga í sumar. Nánari tímasetningar á æfingum í opnu vikunni munu verað aðgengilegar hér á vefsíðunni og á facebook síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja.

  Vinnudagur á vellinum!

    29.04.2017

  Mánudaginn 1. maí verður vinnudagur á golfellinum. Byrjað verður kl. 09.30 og stefnt að því að vinna fram í hádegi. Mæting í golfskála kl. 09.30 og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Golfvöllur er lokaður á vinnudegi.

  Golfævintýri í Vestmannaeyjum

    26.04.2017

  Golfklúbbur Vestmannaeyja og GSÍ hafa ákveðið að endurvekja Golfævintýrið sem naut mikilla vinsælda á árum áður. Golfævintýrið er hugsað sem golfnámskeið fyrir börn af öllu landinu og ákveðið hefur verið að halda það dagana 19. - 21. júní. Stefnt er að miklu fjöri þar sem þátttakendum verður boðið upp á golfkennslu, golfleiki, golfmót og almenna skemmtun þessa daga. Allar upplýsingar verða settar inn hér á vef GV og einnig má nálgast upplýsingar hjá Einari Gunnarssyni golfkennara GV og Elsu Valgeirsdóttir framkvæmdastjóra GV. 

  Eldri Fréttir