Fréttir

Vestmannaeyjavöllur númer 34 yfir bestu golfvelli á Norðurlöndum samkvæmt Golf Digest í Svíþjóð

  24.01.2017

Í 7. tbl. (2016) Golf Digest í Svíþjóð eru 100 bestu golfvellir Norðurlandanna tíundaðir. Matið var unnið af golfvallahönnuðum, PGA golfkennurum, PGA kylfingum, blaðamönnum og fleiri sérfræðingum í golfíþróttinni. Vestmannaeyjavöllur lenti í 34. sæti á listanum sem er frábær kynning fyrir okkar fallega golfvöll. Fimm íslenskir golfvellir komust inn á listann og var Vestmannaeyjavöllur annar á eftir Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði sem lenti í 15. sæti. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur en kemur kannski ekki mikið á óvart þar sem ótrúlega gott orð fer af Vestmannaeyjavelli meðal gesta sem koma til Eyja í golf.

Recent Posts

  Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

    13.06.2018

  Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

  Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
  Dregið verður þann 25. júní n.k.
  Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
  ​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

  Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

    30.05.2018

  Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Eldri Fréttir