Golfklúbbur Vestmannaeyja er "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ"

Í ársbyrjun fékk Golfklúbbur Vestmannaeyja viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir að endurnýja samstarf sitt um "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ". GV var eitt fyrsta íþróttafélagið í Eyjum til að fá viðukenningu um fyrirmyndarfélag en það var árið 2008. Undanfarið hefur verið lögð vinna í að endurbæta samstarfssamningin á milli GV og ÍSÍ sem endaði á endurnýjun á samstarfinu. Í tengslum við "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ" hefur Golfklúbburinn skuldbundið sig að vinna eftir svokallaðri "handbók" sem er leiðarljós starfseminnar. Handbókina má sjá hér á heimasíðunni undir flipanum "Um klúbbinn" og hvetjum við alla félagsmenn að kynna sér innihald hennar.