Fréttir

Golfklúbbur Vestmannaeyja er "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ"

  07.02.2017

Í ársbyrjun fékk Golfklúbbur Vestmannaeyja viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir að endurnýja samstarf sitt um "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ". GV var eitt fyrsta íþróttafélagið í Eyjum til að fá viðukenningu um fyrirmyndarfélag en það var árið 2008. Undanfarið hefur verið lögð vinna í að endurbæta samstarfssamningin á milli GV og ÍSÍ sem endaði á endurnýjun á samstarfinu. Í tengslum við "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ" hefur Golfklúbburinn skuldbundið sig að vinna eftir svokallaðri "handbók" sem er leiðarljós starfseminnar. Handbókina má sjá hér á heimasíðunni undir flipanum "Um klúbbinn" og hvetjum við alla félagsmenn að kynna sér innihald hennar.

Recent Posts

  Vilt þú vinna golfferð fyrir fjóra til Vestmannaeyja?

    13.06.2018

  Golfvöllur Vestmannaeyja hefur sjaldan verið í betra standi og ætlar að gefa fjórum heppnum einstaklingum ferð til Eyja að spila golf. Innifalið er: 18 holur fyrir fjóra og ferð fram og til baka með Herjólfi.

  Eina sem þú þarft að gera er að deila þessu með vinum þínum og ,,tagga´´ draumahollið sem þú vilt spila með. 
  Dregið verður þann 25. júní n.k.
  Hver vill ekki spila á þeim velli sem stærsta mót sumarsins fer fram...Íslandsmótið í höggleik...
  ​https://golf.is/vestmannaeyjavollur-er-klar-i-slaginn-fyrir-islandsmotid/

  Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

    30.05.2018

  Bíll fyrir holu í höggi á 12. braut

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Eldri Fréttir