Mikil notkun á skýlinu

Undanfarnar vikur hafa kylfingar í Vestmannaeyjum verið duglegir að stunda æfingar í ótrúlegri veðurblíðu. Æfingahópar fullorðinna hafa gengið vel en um 70 kylfingar stunda reglulega æfingar undir handleiðslu Einars golfkennara. Það að auki æfa börn og unglingar í skýlinu og mikil aukning er í að kylfingar skreppi og taki smá æfingu. Þetta eru virkilega góð tíðindi og veit bara á gott fyrir sumarið.