Fréttir

Halldór Ingi sigraði ÞORRAMÓT GV

  18.02.2017

Vel heppnuðu Þorramóti GV lauk síðdegis með verðlaunaafhendingu eftir skemmtilegan febrúardag á Vestmannaeyjavelli. 49 keppendur tóku þátt og skemmtu þátttakendur sér vel og líkaði vel að spila í blíðuveðri inná sumarflatir í febrúar. Sigurvegari mótsins var Halldór Ingi Hallgrímsson en hann fékk 32 punkta á 12 holur...flott skor það! Verðlaun voru einnig veitt fyrir 2. og 3. sætið en þau komu í hlut Viðars Hjálmarssonar á 27 punktum og Þóru Ólafsdóttur á 26 punktum. Öldungar GV gáfu nándarverðlaun á 2. og 12. braut og voru það þeir Bjarki Guðnason og Guðmundur Gíslason sem slógu svo glæsilega á þessum brautum að það dugði til verðlauna. Stefnt er að því að halda fleiri slík mót í vetur ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir.

Recent Posts

  Golfhermirinn kominn í gagnið

    20.11.2017

  Eins og félagsmenn vita hefur golfgreiningartækið Trackman verið tekið í notkun hjá okkur í GV. Tækið mun gefa okkur tækifæri á mun öflugra vetrarstarfi bæði fyrir afrekskylfingana okkar sem og hinn almenna félagsmann. Kylfingar geta ýmist keypt sér kennslu í Trackman, nýtt tækið til að æfa eða leikið einhverja 35 golfvalla sem eru í herminum. Skráning í tækið fer fram hér á heimasíðu GV undir flipanum "Golfhermir GV". Endilega skoðið þetta umhverfi og ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við Einar Gunnarsson golfkennara GV í síma 894-2502

  Opin vika fyrir börn og unglinga í Eyjum

    22.05.2017

  Golfklúbbur Vestmannaeyja ætlar að bjóða öllum börnum á grunnskólaaldri á æfingar í fyrstu viku sumarstarfsins. Opnu æfingarnar verða 6. júní, 7. júní og 8. júní. Við munum kynna íþróttina fyrir þeim sem vilja ásamt því að vera með leiki og þrautir sem tengjast golfi. Strax í kjölfarið hefjast svo hefðbundnar æfingar og golfmót sem verða fyrir alla aldurshópa barna og unglinga í sumar. Nánari tímasetningar á æfingum í opnu vikunni munu verað aðgengilegar hér á vefsíðunni og á facebook síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja.

  Vinnudagur á vellinum!

    29.04.2017

  Mánudaginn 1. maí verður vinnudagur á golfellinum. Byrjað verður kl. 09.30 og stefnt að því að vinna fram í hádegi. Mæting í golfskála kl. 09.30 og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Golfvöllur er lokaður á vinnudegi.

  Eldri Fréttir