Nýliðamót GV

Sunnudaginn 19.maí mættu 44 kylfingar í nýliðamót GV.

Nýliðamót Golfklúbbs Vestmanneyja var haldið nú á sunnudaginn 19.maí. Leikið var vanur kylfingur og óvanur kylfingur saman í Texas Scramble fyrirkomulagi. 44 þátttakendur tóku þátt í mótinu og var mikil stemming og veðrið lék við keppendur. Boðið var upp á létta kennslu áður enn haldið var út á völl og voru nýliðar mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
1.Sæti - Óðinn Sæbjörnsson og Daníel Ingi Sigurjónsson
2.Sæti - Karl Haraldsson - Guðbjörg Karlsdóttir
3.Sæti - Sæþór Freyr Heimisson - Sveinn Hjörleifsson


Mótanefnd vill þakka öllum fyrir þátttökuna og minnir á Böddabitamótið næstu helgi, 25.maí. Skráning í það er í fullum gangi á golf.is