Holukeppni GV, Kælifélagsins og Iðnvers

Laugardaginn 8. júní fer fram undankeppni fyrir Holumeistara GV 2019. Mótið er 18 holu punktakeppni. Úrslit móts ráða því hverjir mætast í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

Mótið er í boði Kælifélagsins og Iðnvers.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sæti punktakeppninnar, fyrir besta skor og einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.

Mótsgjald er kr. 4.500.-

Útsláttarkeppnin mun standa yfir í allt sumar og er stefnt að því að úrslitaleikurinn fari fram um miðjan ágúst.

Skráning á golf.is