Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja verður haldinn í golfskálanum fimmtudaginn 30. janúar kl. 20:00.
Fundarsetning
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Lögð fram fundargerð síðasta aðalfundar
Lögð fram og kynnt skýrsla fráfarandi stjórnar
Endurskoðaðir reikningar GV lagðir fram til samþykkis
Lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun GV fyrir næsta starfsár
Laga- og reglugerðarbreytingar lagðar fram til samþykktar
Lögð fram til samþykktar tillaga fráfarandi stjórnar um árgjöld næsta starfsárs
Kosning stjórnar
a) Kosning formanns
b) Kosning í 6 manna stjórn GV
Kosning 2 skoðunarmanna
Önnur mál
Fundargerð lesin upp til samþykktar
Fundarslit
Stjórn GV vill hvetja félagsmenn til að mæta á fundinn.
Comments