Kristófer Tjörvi og Sóley klúbbmeistarar
- Rúnar Gauti Gunnarsson
- Jul 14, 2024
- 1 min read
Meistaramóti GV lauk síðastliðinn laugardag. Í heildina tóku 69 kylfingar þátt í mismunandi flokkum.
Í meistaraflokki kvenna bar Sóley Óskarsdóttir sigur úr býtum en hún lék hringina 4 á 79, 85, 86 og 85 höggum. Vann hún þar með afgerandi sigur á Katrínu Harðardóttir sem endaði í 2. sæti.

Í karlaflokki sigraði Kristófer Tjörvi Einarsson með yfirburðum en hann bætti um leið mótsmetið um 8 högg. Hringina fjóra lék hann á 65, 70, 69 og 67 höggum, samtals 9 undir pari. Í öðru sæti var Lárus Garðar Long á +1 og í því þriðja var Örlygur Helgi Grímsson á +6.



コメント